Uncategorized — 17/07/2014 at 19:30

Formannspistill

by

Siggi_formadur

Sælir félagar.

Þá er enn komið að nýju tímabili hjá okkar uppáhaldsliði og eru væntingarnar ansi miklar sýnist mér. Allt fer þetta náttúrulega eftir því hvaða leikmenn Arsene Wenger mun versla og hverjir vilja koma.

Peningar eru til hjá Arsenal og vonandi koma einhver fleiri nöfn í hópinn til okkar

Við í Arsenalklúbbnum hér á Íslandi ætlum að byrja tímabilið með hópferð á leik Arsenal – Crystal Palace sem fer fram 16. águst og vonandi fáum við að sjá einhverja fleiri nýja leikmenn en Alexis Sánchez og Mathieu Debuchy. Hægt er að skoða meira um ferðina hér. Svo er ætlunin að reyna við hópferð á Manchester United í nóvember og Everton eftir áramótin.

Klúbburinn er búinn að handsala nýjan samning við Gaman Ferðir sem við byrjuðum í samstarfi við í fyrra og gekk alveg glimrandi vel og ætlum við að halda áfram á þeirri braut

Við höfum ákveðið að bjóða tveimur langveikum börnum í samstarfi við Gaman Ferðir á leik Arsenal – Burnley í nóvember og biðjum við fólk um að kíkja á heimasíðuna www.arsenal.is/burnley og skrá eitthvert langveikt barn sem það telur að eigi að fá að fara í svona ferð. Frestur til að tilnefna í ferðina er 30. ágúst og munum við tilkynna 6. september hverjir munu fara í ferðina. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni.

Svo ætlum við að fara út á land í september og kynna klúbbinn og kíkja á leik Arsenal – Man City þann 13. sept.

Skýrist nánar á komandi dögum hvert við ætlum að fara.

Stjórn klúbbsins 2014/2015 skipa:

Sigurður Enoksson formaður
Sigurður Hilmar Guðjónsson varaformaður
Kjartan Fr Adolfsson gjaldkeri
Þorgrímur Hálfdánarson meðstjórnandi
Sigurður Ingi Svavarsson ritari

Í varastjórn eru Þór Stefánsson, Ólafur Unnar Ólafsson og Ásgerður Helga Kroknes Steinþórsdóttir.

Svo vil ég endilega minna fólk ef það vill sleppa seðilgjaldinu þegar borgað er félagsgjaldið þá rennur sá tími til að gera það á sunnudaginn 20. júlí. Eftir það verða gíróseðla sendir út. Nánar um þetta einnig á heimasíðunni www.arsenal.is

F.h. stjórnar
Sigurður Enoksson formaður

 

 

Comments

comments