Uncategorized — 15/05/2013 at 19:36

Walcott: Drifkraftur liðsins að óttast að lenda í fimmta sæti

by

Slade_Walcott2012

Theo Walcott, framherji Arsenal, skoraði eitt marka Arsenal í 4-1 sigri á Wigan í gærkvöld en hann segir að sú staðreynd að liðið eigi á hættu að missa af sæti í Meistaradeildinni sé liðinu drifkraftur.

Útlit Arsenal var dökkt eftir tap gegn Tottenham 3. mars en þá voru Arsenal í fimmta sæti, sjö stigum á eftir Tottenham. Liðið á þó hrós skilið fyrir karakter sinn síðan þá en í dag eru þeir stigi á undan Tottenham og hafa innbyrt 23 stig af 27 mögulegum í síðustu níu leikjum.

Arsene Wenger stjóri liðsins tók við liðinu 1996 og hefur aldrei klikkað á að koma liðinu í Meistaradeildina og samkvæmt Walcott eru þeir staðráðnir í að brjóta ekki þá hefð.

,,Við erum með reynsluna til að vita hvað skal gera á hvaða tíma. Við munum klára tímabilið vel. Ég held það sé vegna þess að leikmennirnir vilja það svo mikið.”

,,Meistaradeildarfótbolti er stór fyrir framtíð liðsins og leikmanna. Við höfum verið í henni í 15 ár og við viljum ekki vera leikmennirnir sem brutum hefðina.”

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments