Uncategorized — 30/04/2013 at 11:13

Arteta: Verðum að gera allt til að ná þriðja sæti

by

mikel-arteta-arsenal-cropped

Mikel Arteta hefur varað liðsfélaga sína við að þeir þurfa að halda áfram að gefa allt í sölurnar til að enda í þriðja sæti deildarinnar og ná Meistaradeildarsæti.

Taflan er mjög þétt milli Lundúnaliðanna þriggja, Arsenal, Chelsea og Tottenham um 3-5. sætið en þar situr Arsenal í fjórða sætinu, stigi á eftir Chelsea og tveimur á undan Tottenham en bæði eiga leik til góða og eiga eftir að spila innbyrðis.

,,Þetta snýst um hver er klínikastur á réttu augnabliki. Þegar skríður á síðustu leikina eru það klíníkustu liðin sem vinna leikina, við höfum séð það undanfarnar vikur, þetta verður erfið barátta fyrir alla.”

,,Það er pressa á okkur eins og önnur lið. Öll lið í úrvalsdeildinni eru að spila um eitthvað – fall eða Evrópu. Þetta verður áhugavert. Ég trúi á okkar leikmenn en við verðum að sýna hvað við getum. Það er auðvelt að segja að við eigum betri möguleika, en það er undir okkur komið á vellinum. Allir leikir eru erfiðir og allt getur gerst.

 Frétt 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments