Uncategorized — 28/04/2013 at 17:36

Ágætt jafntefli gegn Man Utd

by

945934-15587095-640-360

Arsenal 1 – 1 Man Utd

1-0 Theo Walcott (´2)
1-1 Robin van Persie (´44, víti)

Manchester United krækti í stig gegn Arsenal á Emirates í dag í hörkuleik þar sem mikil barátta var allan tíman.

Theo Walcott kom Arsenal yfir strax á 2. mínútu en hann fékk sendingu inn fyrir frá Tomas Rosicky, var að vísu feti fyrir innan en fékk að njóta vafans og kláraði uppí þaknetið.

Það var svo enginn annar en Robin van Persie sem jafnaði metin úr vítaspyrnu á 44. mínútu á sínum gamla heimavelli eftir hörmulegt klúður Bacary Sagna, sem að gaf boltan til baka beint á Persie, hljóp hann upp inní teiginn og felldi hann klaufalega og gaf frá sér víti sem Persie skoraði úr.

Chelsea sigraði Swansea 2-0 fyrr í dag og því eru Chelsea í þriðja sæti sem stendur, stigi á undan Arsenal og með leik til góða. Tottenham eru hinsvegar tveimur stigum á eftir Arsenal og einnig með leik til góða.

Tottenham fá Southampton heim í næsta leik en Arsenal mætir QPR á útivelli. Chelsea sækir þá Man Utd heim.

Eyþór Oddsson

Comments

comments