Uncategorized — 15/05/2013 at 16:26

4-1 sigur á Wigan, Cazorla lagði upp öll mörkin

by

16518178

Arsenal vann í gærkvöldi góðann sigur í mjög svo mikilvægum leik um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Það voru ný krýndu bikarmeistararnir í Wigan sem mættu á Emirates Stadium í von um að vinna leikinn og halda sér uppi í Úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Bæði lið höfðu semsagt uppá mikið að spila.

Podolski(2), Walcott og Ramsey skoruðu mörk Arsenal í leiknum á móti einu marki frá Wigan og því er Wigan fallið um deild. Arsenal tillti sér hinsvegar í 4 sætið, sæti ofar en Tottenham og með einu stigi meira. Leikurinn gegn Newcastle á Sunnudaginn næsta er því must win leikur til að halda 4 sætinu og jafnvel stela því þriðja ef Chelsea tekst ekki að vinna Newcastle. Einnig gæti farið svo að Chelsea og Arsenal verði hnífjöfn að stigum og markatölu og því verður að leika aukaleik ef svo fer.

Rétt er að geta þess að Santi Cazorla átti stórleik í gær en hann lagði upp öll mörk Arsenal í leiknum.

Hér eru síðan mörkin úr leiknum og viðtal við Wenger eftir leikinn:


Arsenal vs Wigan 4:1 GOALS HIGHLIGHTS by footballdaily1

httpv://youtu.be/oZRxY915NKU

Comments

comments