Uncategorized — 31/03/2013 at 19:13

4-1 sigur á Reading

by

fagnvsreading2012

Arsenal vann góðan sigur á Reading, 4-1 í gær þar sem Gervinho, Cazorla, Giroud og Arteta skiptu með sér að skora.

Gervinho var í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið í langan tíma og átti hann þátt í fyrstu þremur mörkum liðsins.  Skoraði það fyrsta og lagði upp næstu tvö.

Chamberlain sem kom inn á fyrir Gervinho fiskaði svo vítaspyrnu sem Arteta skoraði úr eftir að Reading hafði minnkað muninn í 3-1.

Arsenal heldur því áfram á góðu skriði en þarf að treysta á að Spurs og Chelsea misstígi sig ætli þeir að komast í Meistaradeildina á næsta ári.

SHG

Comments

comments