Uncategorized — 20/04/2013 at 22:13

Walcott: Ekki spurning um hvort heldur hvenær við vinnum titil

by

gervinho_walcott

Enski framherjinn Theo Walcott segir að hann hafi ákveðið að skrifa undir nýjan samning við Arsenal vegna þess að hann vilji endurgjalda félaginu traustið í sinn garð og hjálpað því þannig að vinna titil.

Framtíð Walcott var búin að vera mikið í umræðunni á yfirstandandi leiktíð en hann framlengdi síðan loks samning sinn, en hann vonast til þess að binda enda á 8 ára ógöngu Arsenal í titilmálum.

„Fólk hlýtur að taka eftir að þetta snerist ekki eingöngu um peninga. Ég hefði hæglega geta beðið og farið frítt í sumar og hver veit þá hve mikið ég hefði getað fengið í laun?“ sagði Walcott.

„Kannski veit umboðsmaður minn það, en ég spurði hann ekki og hann sagði mér það ekki. Ég vil bara vera í liðinu og spila vel.“

„Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera áfram. Ég veit að ég skulda Arsenal og Wenger sem keyptu mig til félagsins þegar ég var 16 ára. Ég vil endurgjalda félaginu.“

„Ég vil vera áfram því ég tel að þessi klúbbur geti náð góðum árangri. Þetta snýst ekki um hvort við vinnum eitthvað, heldur hvenær”

Eyþór Oddsson

Comments

comments