Uncategorized — 11/04/2013 at 15:45

Wenger ánægður með karakter Vermaelen

by

Arsenal v Queens Park Rangers - Premier League

Vermaelen hittir hóp íslenskra Arsenal stuðningsmanna í afmælisferð klúbbsins eftir leik gegn QPR í október

 

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, er ánægður með fyrirliða sinn, Thomas Vermaelen vegna þess hve fagmannlega hann brást við því að vera tekinn úr liðinu.

Laurent Koscielny og Per Mertesacker hafa verið aðal miðvarðapar Arsenal í undanförnum fjórum leikjum en gera má ráð fyrir að Vermaelen fái að spreyta sig um helgina gegn Norwich þar sem Mertesacker tekur út leikbann.

,,Hann tók þessu ótrúlega vel þegar hann missti sæti sitt. Hann er frábær maður og það var ekki tilviljun að ég gaf honum fyrirliðabandi. Ég vissi að það er eitthvað sérstakt við hans andlegu hlið,” sagði Wenger.

,,Þeir vita allir að það geta orðið breytingar á liðinu með þessa þrjá miðverði, sem fer eftir hvernig þeir standa sig hver og einn,”sagði Wenger en Vermaelen fékk fyrirliðabandið eftir að Robin van Persie var seldur til Manchester United í sumar.

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments