Uncategorized — 06/04/2013 at 17:38

Wenger hæst ánægður með sigur á West Brom

by

4927156195_b72ff41d89_o

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að vonum kátur með að hafa landað þremur stigum á erfiðum útivelli gegn West Brom í dag.

Það var Tomas Rosicky sem skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri en West Brom skoruðu úr víti eftir að hinn þýski Per Mertesacker braut á leikmanni West Brom og fékk rautt spjald fyrir vikið og fer í eins leiks bann.

,,Þetta var erfiður leikur gegn góðu WBA liði sem voru tilbúnir. Þeir börðust til síðustu sekúndu og ég er mjög ánægður með að fá þrjú stór stig í dag.”

,,Mér finnst við hafa verið á góðu skriði í úrvalsdeildinni síðan í nóvember. Við höfum fengið 22 stig af síðustu 27 mögulegum en markmiðið okkar er að halda því áfram til loka tímabils.”

,,Ég kvarta ekki undan rauða spjaldinu, hann var aftasti maður, þannig þetta var víti og rautt.”

Wenger hrósaði einnig Tékkanum Rosicky sem eins og áður sagði skoraði bæði mörk liðsins og vill halda honum hjá félaginu út ferilinn.

,,Frábær. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Því miður var hann meiddur lengi en á hverju ári gefur hann okkur smá auka í lok tímabilsins sem er mjög mikilvægt. Ég vona að hann klári ferilinn hjá okkur. Hann á eitt ár eftir af samning og ég met hans mikils.”

Gervinho hefur átt erfitt á tímabilinu en hann hefur verið sjóðheitur að undanförnu og Wenger er ánægður með Fílbeinstrendinginn.

,,Hann átti enn aðra stoðsendingu og er hættulegur. Þegar þú þarft að verjast er það erfitt fyrir hann. Svo lengi sem þú hefur boltan og ert að sækja þá lítur hann alltaf hættulega út.”

,,Vermaelen gerði mjög vel þegar hann kom inn. Ég á þrjá gæða miðverði og ég rótera þeim. Að undanförnu hafa Koscielny og Mertesacker bara spilað því við höfum verið að vinna leiki og engin augljós ástæða til breytinga. Thomas er frábær leikmaður.”

,,Við höfum bara eitt markmið og það er að vinna leiki. Þá þurfum við ekki að horfa á Tottenham eða Chelsea. Ef við töpum leikjum okkar þurfum við alltaf að horfa á úrslitin í öðrum leikjum. Það gengur ekki í okkar starfi. Þú þarft að vera einbeittur og þú vinnur leiki. Við verðum að gera það”

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments