Uncategorized — 03/04/2013 at 13:00

Theo Walcott þyrstir í titil með Arsenal

by

gun__1358522869_walcott_signs1

Theo Walcott, framherji Arsenal, segir að hann sé svo þyrstur í að vinna titil með félaginu að hann myndi skipta út öllum persónulegum afrekum til að vinna titil með félaginu.

Þessi fljóti framherji spilaði sinn 250. leik fyrir félagið gegn Sunderland í mars en hann skrifaði undir nýjan samning við Lundúnafélagið í Janúar

,,Ég myndi persónulega taka öll persónuleg afrek af mér til að vinna eitthvað með félaginu,” sagði Walcott

,,Fólk heldur kannski að ég sé bilaðir en ég er ekki eigingjarn. Ég vil hugsa um klúbbinn og aðdáendurna. Að spila leiki er frábært en það hefur meiri þýðingu að vinna eitthvað.”

,,Vonandi vinnum titil í lok næsta tímabils þegar ég vonandi verð kominn með 300 leiki fyrir félagið. Það er meginmarkmiðið.”

 

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments