Arsenalklúbburinn — 06/07/2017 at 10:48

35 ára afmælisferð Arsenalklúbbsins

by

 

Sælir kæru félagar

Seinna á þessu ári, eða 15. október þá verður
klúbburinn 35 ára. Eins og talað hefur verið um í töluverðan tíma, eða
síðan farið var í 30 ára afmælisferð klúbbsins, þá verður
farið í 35 ára CLUB LEVEL afmælisferð.

Afmælisleikurinn verður leikur Arsenal og Swansea þann 28.
október

Verið er að ganga frá síðustu hnútunum í þessari ferð, en
hún mun verða mögnuð. Flug frá Íslandi, farastjórn, rúta til og frá
flugvellinum í London, flott hótel, club level miði, skoðunarferð, safnið,
afsláttur í búðinni, alvöru matur fyrir leik með fyrrverandi leikmanni Arsenal.
Þegar við tölum um alvöru mat þá erum við að tala um veitingastaðinn á
club level svæðinu, enga pítsur eða hamborgari.

Allur þessi pakki mun kosta frá 119.900-129.900. Núna þurfum
við hins vegar að sjá áhuga félagsmanna í að koma með. Hafir þú áhuga endilega
sendu þá póst á arsenalklubburinn@gmail.com og láttu okkur vita og þá
hversu margir myndu koma með þér í þessa ferð.

Með von um frábærar undirtektir,
stjórn Arsenalklúbbsins á Íslandi.

Comments

comments