Uncategorized — 31/07/2012 at 09:30

Szczesny: Forréttindi að vera númer 1

by

Wojciech Szczesny er að hefja sitt annað tímabil sem markmaður númer eitt hjá Arsenal og verður á komandi tímabili með númer á bakinu sem endurspeglar stöðuna hans. Þegar Szczesney var að stíga sín fyrstu skref var hann númer 53 hjá Arsenal. Síðasta tímabil fékk hann númerið 13 en verður núna númer 1. Almunia sem varð samningslaus í sumar var númer 1 í fyrra.

Szczesny var eini leikmaðurinn í fyrra til að byrja alla deildarleiki Arsenal. Hann veit hins vegar að það þýðir ekki að slaka á þó hann sé loksins kominn í treyjuna sem hann hefur dreymt um í nokkur ár.

“Það eru mikil forréttindi fyrir mig að vera í þessum búningi fyrir svona stóran klúbb,” sagði Szczesny við heimasíðu Arsenal. “Ég bara vona að ég sanni það að ég eigi hana skilið.”

“Ég spilaði mitt fyrsta heila tímabil í fyrra og mér tókst að spila alla leikina. Wenger hefur mikla trú á mér og ég kann að meta það. Ég reyni bara að gera mitt besta og sýna öllum að ég eigi þetta skilið.”

“Ég hlakka til árangrusríkt tímabil en samkeppnin er hörð. Það er mjög auðvelt fyrir mig að segja að ég sé öruggur með byrjunarliðssæti af því að ég spilaði alla leikina í fyrra. En Lukasz og Vito eru að gera allt sem þeir geta til að ná sætinu mínu.”

SHG

Comments

comments