3 stig gegn Burnley (allt það helsta í Video)

Arsenal náði í 3 stig á Emirates Stadium í gærdag og David Luiz, Alexander Lacazette og Dani Ceballos voru í byrjunarliðinu, það voru því Callum Chambers, Granit Xhaka og Henrikh Mkhitaryan sem þurftu að hverfa frá byrjunarliðsstöðu.  Chambers og Mkhitaryan sátu á bekknum en ég er ekki alveg klár með hvar Xhaka var því hann var ekki á bekknum.

Ég var einhvernvegin alveg klár á því fyrir leik að byrjunarliðið yrði það sama og í síðasta leik, kannski fyrir utan að Pepe kæmi inn fyrir Mkhitaryan en Emery kemur manni sífelt á óvart.

Að mínu mati lék Arsenal liðið bara nokkuð vel í leiknum en þetta Burnley lið er algjört “Kick and Run” lið, ég held að Burnley hafi aldrei í leiknum náð að spila boltanum á milli sín 4 eða 5 snertingar eða meira, Stjórinn þeirra, Sean Dyche fagnaði líka eins og þeir hefðu skorað í hvert sinn sem Burnley fékk svo mikið sem hornspyrnu sem segir mikið um það hvaða taktík átti að leik á Emirates Stadium og svo þessi Ashley Barnes hjá Burnley, fer hrikalega í taugarnar á mér 🙂

Dani Ceballos átti stórleik fyrir Arsenal og ef hann á eftir að spila svona með Arsenal á þessari leiktíð þá erum við í nokkuð góðum málum, Pepe kom inná í hálfleik og sýndi fullt af góðum töktum en það er nokkuð ljóst að hann er enn ekki alveg 100% fit. Aubameyang og Lacazette skoruðu mörkin og bæði voru þau eftir stoðsendingar frá Ceballos, Aubameyang var pínu týndur í fyrri hálfleiknum en að öðru leiti voru þeir báðir mjög góðir og að Lacazette hafi náð að skora úr þessari stöðu (við það að detta) var frábært. David Luiz og Sokrates í vörninni spiluðu báðir bara nokkuð vel og máður sá að það er einhver ró sem er komin yfir vörnina með David Luiz.  Guendouzi flottur að vana og svo þessi Joe Willock sem spilar eins og hann hafi verið þarna í nokkur ár, snilldar fótboltamaður sem á bara eftir að verða betri.

3 Stig í hús er alltaf það sem skiptir mestu máli, Liverpool er svo næst á Anfield.

Hér er síðan allt það helsta frá leiknum ásamt mörkum: