Uncategorized — 10/11/2012 at 23:46

3-3 Jafntefli gegn Fulham

by

Fjórða jafnteflið í deildinni á leiktíðinni. Eftir 11 leiki eru aðeins 16 stig komin í hús og verður það nú að teljast frekar lélegt. Oliver Giroud sýndi þó í dag að hann getur skorað mörk og skoraði tvö á 11 og 69 mínútu. Podolski skoraði annað mark Arsenal á 24 mínútu.

3-3 jafntefli gegn Fulham er ekki alveg það sem maður bjóst við fyrir leikinn en Arsenal hefði getað tryggt sér öll stigin 3 ef Arteta hefði skorað úr víti á síðustu sekúndum leiksins.

Vörn Arsenal er eins og gatasigti þessa daganna, Við skulum vona að það verði nú lagað fljótlega. Annað sem ekki er í lagi hjá Arsenal er markvarslan og sést þetta allt í videóinu sem er hér að neðan.


A3-3F www.fasthighlights.com by fasthighlights-2013

BYRJUNARLIÐIÐ:
Vito Mannone
Bacary Sagna
Laurent Koscielny
Per Mertesacker
Thomas Vermaelen (c)
Francis Coquelin(56)
Mikel Arteta
Santi Cazorla
Theo Walcott(84)
Lukas Podolski(77)
Olivier Giroud

BEKKURINN:
Wojciech Szczesny
Carl Jenkinson
Andre Santos
Aaron Ramsey(56)
Alex Oxlade-Chamberlain(77)
Andrey Arshavin(84)
Marouane Chamakh

 

Comments

comments