Uncategorized — 06/11/2014 at 15:40

3-3 jafntefli gegn Anderlecht

by

Arsenal og Anderlecht gerðu ótrúlegt 3-3 jafntefli á Emirates á þriðjudaginn.

Riðilinn er þó búinn að spilast upp í hendurnar á Arsenal og nægir eitt stig í viðbót úr síðustu tveimur leikjum riðilsins til að komast áfram.

Arsenal komst í 3-0 með mörkum frá Arteta (500. markið á Emirates), Alexis og Chamberlain. En stuttu síðar meiddist Arteta og Flamini kom inn á. Þá var eins og liðið væri einum færri og Anderlecht reið á vaðið og jafnaði leikinn. Algjör klaufaskapur hjá leikmönnum Arsenal og enn meiri klaufaskapur í Wenger með sínum skiptingum.

SHG

Arsenal FC v RSC Anderlecht - UEFA Champions League

Comments

comments