Leikjaumfjöllun — 14/01/2016 at 00:49

3-3 í frábærum leik

by

Arsenal og Liverpool gerðu jafntefli í skemmtilegum leik á Anfield í kvöld.

Liverpool byrjaði betur og pressuðu Arsenal stíft. Liverpool komust tvisvar yfir en Arsenal jafnaði jafn harðan. Fyrst Ramsey og svo Giroud.

2-2 var staðan í hálfleik. Með smá heppni hefði staðan geta verið 2-3 en Giroud klúðraði algjöru dauðafæri einum metra fyrir framan markið.

Giroud sem var virkilega flottur í leiknum kom svo Arsenal í 3-2 í síðari hálfleik. En undir lok leiksins, eða á 90. mínutu jafnaði Liverpool leikinn.

Arsenal enn í efsta sæti, en að þessu sinni á markatölu.

SHG

  

Comments

comments