Uncategorized — 14/09/2013 at 17:43

3-1 sigur gegn Sunderland

by

Fagn_vs_Sunderland

Arsenal vann fyrr í dag Sunderland 3-1 á útivelli og settist, í að minnsta um stundarsakir, á topp deildarinnar.

Giroud skoraði fyrsta mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Özil og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Það var ekki mikið liðið af síðari hálfleik þegar Koscielny braut klaufalega af sér inn í vítateig og Sunderland jafnaði úr vítinu. Þegar pressan var sem mest á Arsenal steig Aaron Ramsey upp og skoraði tvö mörk og tryggði Arsenal stigin þrjú.

Arsenal verður þó að teljast heppið því í stöðunni 2-1 skoraði Sunderland löglegt mark sem var dæmt af.

Giroud markahæstur og Arsenal eins og er í efsta sæti deildarinnar sem verður að teljast gott miðað við hvernig deildin byrjaði.

SHG

Comments

comments