3-0 sigur á Frankfurt (Video)

Eftir um mánaðar síðbúið sumarfríi á Ítalíu er maður mættur aftur á klakann, ég nennti engan veginn að skrifa einn einasta staf meðan ég var í sumarfríi og plús að nettengingar á Ítalíu eru ekki þær bestu í heimi. En allavega á meðan maður var í sumarfríi þá töpuðum við gegn Liverpool og gerðum jafntefli við Tottenham og Watford, semsagt 2 stig í hús í Úrvalsdeildinni og ekki hægt að hrópa neitt húrra yfir vörninni okkar sem er töluvert mikið fyrir það að gefa mörk á silfurfati, ef eitthvað er þá finnst mér vörnin okkar verri núna en á sama tíma í fyrra.

En viti menn við spiluðum gegn Frankfurt í Þyskalandi í kvöld og fengum ekki á okkur neitt mark og í miðri vörninni voru Mustafi og Luiz. Besti leikmaður vallarins hét Bukayo Saka og er ný orðinn 18 ára, Joe Willock átti flottan leik ásamt því að Smith Rowe spilaði fínt líka. 3-0 sigur og mörkin skoruð af Willock, Saka og Aubameyang.

Ég heimta að sami markvörður og sama vörn spili leikinn á Sunnudaginn gegn Aston Villa ásamt því að Saka verði í byrjunarliðinu.