Uncategorized — 16/09/2011 at 23:33

23 ára Frakki, Marvin Martin orðrómur

by

Eins og alltaf er Arsenal orðað við hina ýmsu leikmenn, talið er að um 50 milljónir punda séu til að kaupa leikmenn svo að orðrómur um kaup leikmanna á bara eftir að aukast þegar Janúar nálgast.

Miðjumaðurinn Marvin Martin hjá franska liðinu Sochaux er einn þeira leikmanna sem er sterklega orðaður við Arsenal þrátt fyrir að hann hafi skrifað undir nýjan samning hjá Sochaux í sumar. Martin sjálfur segir að honum hafi verið lofað því að ef gott tilboð kæmi í hann næsta sumar þá fengi hann sölu til annars félags. Martin átti frábært tímabil í fyrra þar sem hann lagði upp 17 mörk fyrir félaga sína hjá Sochaux og skoraði sjálfur 4 mörk í 41 leik. Hann var einnig kallaður inn í landslið frakka og hefur í sínum 5 landsleikjum skorað 2 mörk og er líklegt að hann verði áfram kallaður í franska landsliðið.

Marvin Martin er 23 ára og 170cm á hæð og verður gaman að fylgjast með því hvort Wenger reyni að ná í kauða í Janúar eða næsta sumar.

Hér síðan myndband sem sýnir Martin og hans getu. Hvað finnst ykkur ?

httpv://youtu.be/26_V2Fzjpmc

Comments

comments