Uncategorized — 01/10/2013 at 21:56

2-0 sigur á Napoli

by

Özil_fyrir_Napoli

Arsenal vann í kvöld Napoli 2-0 með mörkum frá Özil og Giroud.

Arsenal heldur áfram að spila vel og það virðast vera margir mánuðir síðan leikmennirnir voru púaðir af velli eftir 1-3 tap gegn Aston Villa.

Margir töluðu um að þetta yrði erfiðasta próf Arsenal á þessu tímabili enda hefur Napoli ekki tapað leik síðan Benitez tók við. En leikurinn var í raun auðveldur fyrir Arsenal. Özil skoraði á 8. mínútu og lagði svo upp mark fyrir Giroud á 15. mínútu.

Arsenal stjórnuðu leikinn eftir þetta og fengu Napoli ekki færi það sem eftir lifði leiks. Nokkur skot frá þeim en engin dauðafæri eins og til dæmi Rosicky og Koscielny fengu.

Arsenal með 6 stig eftir tvo leiki í Meistaradeildinni og eins og er, er lítið neikvætt í kringum liðið.

SHG

 

Comments

comments