Uncategorized — 13/07/2011 at 13:44

Malasía – Arsenal 0-4

by

 

Fyrsti leikur Arsenal á nýju tímabili var flautaður á klukkan 12:45 í dag. Ryo Miyaichi og Carl Jenkison voru í byrjunarliði Arsenal sem byrjaði leikinn mjög vel, eftir aðeins 5 mínútur var staðan orðin 1-0 fyrir Arsenal en Aaron Ramsey skoraði úr vítaspyrnu. Stuttu fyrir hálfleik var síðan staðan orðin 2-0 en Theo Walcott skoraði flott mark eftir góða sendingu frá Aaron Ramsey.

Það var síðan nánast nýtt lið sem kom inná í síðari hálfleik en Carlos Vela bætti við marki á 58 mínútu. Fjórða og síðasta mark Arsenal kom síðan frá Tomas Rosicky á 90 mínútu.

4-0 sigur í fyrsta æfingaleiknum því staðreynd. Nasri, Van Persie, Sagna og Arshavin komu allir inná á 66 mínútu og virkuðu ferskir. Aaron Ramsey og Ryo Miyaichi voru einnig áberandi ferskir í leiknum. Denilson sem kom inná í hálfleik var tekinn útaf aftur á 66 mínútu sem verður að teljast ansi vandræðalegt.


szólj hozzá: Malaysian XI 0-4 Arsenal

LIÐIÐ:

Wojciech Szczesny (45)
Carl Jenkinson (66)
Laurent Koscielny (45)
Thomas Vermaelen (Fyrirliði)  (45)
Kieran Gibbs  (45)
Alex Song  (45)
Jack Wilshere  (45)
Aaron Ramsey  (66)
Ryo Miyaichi  (66)
Theo Walcott  (45)
Marouane Chamakh  (45)

BEKKURINN:

Vito Mannone  (45)
Bacary Sagna  (66)
Sebastien Squillaci  (45)
Johan Djourou  (45)
Armand Traore  (45)
Samir Nasri  (66)
Tomas Rosicky  (45)
Denilson  (45) (66)
Emmanuel Frimpong  (45)
Robin van Persie  (66)
Carlos Vela  (45)
Andrey Arshavin  (66)

Comments

comments