Uncategorized — 27/06/2011 at 11:32

18M punda boð í Juan Mata

by

Aðal saga dagsins er sú að Arsenal á víst að hafa boðið 18 milljónir punda í Juan Mata hjá Valencia. Mata sem er 23 ára var einn af aðal mönnum Spánverja á ný yfirstöðnu Evrópumóti U-21 landsliða sem Spánverjar unnu. Hann lék 33 leiki með Valencia á síðasta tímabili og skoraði 8 mörk og lagði upp 12. Mata var einnig í Spænska hópnum sem vann heimsmeistaratitil landsliða síðasta sumar en lék þá aðeins einn leik.

Það verður þó að teljast mjög ólíklegt að Valencia muni samþykkja 18 milljónir punda fyrir leikmanninn og gæti Arsenal þurft að hækka boðið sitt töluvert.

httpv://www.youtube.com/watch?v=VZNzceARzGs

Comments

comments