Uncategorized — 14/09/2011 at 23:50

17 ára Króati undir smásjánni

by

Arsenal er samkvæmt nokkrum fréttamiðlum, þessa dagana að reyna að ná til sín 17 ára miðjumanni að nafni Mateo Kovacic sem leikur með Dinamo Zagreb. Kovacic lék einmitt með Dinamo Zagreb í kvöld gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og er sagt að fleiri lið séu á eftir honum, þar á meðal Manchester United.

Kovacic er fæddur í Austurríki en er Króati og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Króatíu. Árið 2009 brotnaði hann á fæti en sneri aftur á fótboltavöllinn ári seinna þar sem hann hefur meðal annars komið sér inn í aðallið Dinamo Zagreb. Hann er 179 cm hár og er sagður mjög teknískur og hefur gott auka fyrir góðum sendingum.

 

Comments

comments