Uncategorized — 23/08/2011 at 10:48

14 ára Zelalem til Arsenal

by

Arsenal hefur nú samþykkt að kaupa 14 ára gamlan dreng frá USA sem heitir Gedion Zelalem en hann var í 10 daga hjá Arsenal nú nýverið til reynslu. Zelalem er ættaður frá Eþíópíu og Þyskalandi og því er hann með þýskt vegabréf og þarf því ekki sér atvinnuleyfi fyrir hann í Englandi. Zelalem mun þó ekki koma til Arsenal fyrr en hann nær 16 ára aldri í Janúar árið 2013.

Gedion Zelalem er miðjumaður og spilar fyrir Olney Soccer Club.

 

Comments

comments