Uncategorized — 22/09/2011 at 23:27

14 ára Laporta æfir með Arsenal

by

Samkvæmt fréttum frá Spænskum fjölmiðlum hefur Arsenal boðið Guim Laporta, syni fyrrverandi forseta Barcelona,  Joan Laporta að æfa með félaginu en vegna skilnaðar Joan og móður Guim hefur Guim nú flutt til London og strákurinn er nú sagður æfa með Arsenal.

Joan Laporta er helst frægur fyrir það að krækja í stjörnur Arsenal á hverjum tíma, svo sem eins og Thierry Henry og Alexandr Hleb og svo var það hann sem byrjaði að reyna að krækja í Cesc Fabregas fyrir um einu og hálfu ári síðan. Sem Forseti Barcelona vann liðið 4 La Liga titla, 2 Meistaradeildar titla, Copa del Rey titil, UEFA Super Cup og FIFA Club World Cup.

Rétt er að geta þess að strákurinn er aðeins 14 ára og ekkert sem segir að hann verði næsti Cesc Fabregas

Comments

comments