Uncategorized — 13/06/2011 at 01:45

110.000 pund á viku fyrir Nasri

by

Stan Kroenke er tilbúinn að opna tékkheftið og bjóða Samir Nasri 110.000 pund á viku en eins og flestir vita þá hefur Samir Nasri neitað að skrifa undir nýjan samning við Arsenal en honum hafði þá verið boðið um 90.000 pund á viku.

Kroenke sem nýlega keypti um 75 prósenta hlut í Arsenal vonast til þess að með því að ná að semja við Nasri þá muni aðeins lægja öldurnar hjá stuðningsmönnum Arsenal en það er óhætt að segja að stuðningsmenn Arsenal er líklega þeir allra pirruðustu þessa daganna. Sex tímabil á titils og sífellt hækkandi miðaverð á leiki er það sem Arsenal hefur boðið uppá nú undanfarið og því eðlilegt að stuðningsmenn séu vel pirraðir.

Samir Nasri er aðeins 23 ára og var einn af bestu mönnum Arsenal á síðasta tímabili en sagt er að Manchester United sé að reyna að tæla hann yfir til Manchester og það viljum við ekki.

Comments

comments