Uncategorized — 23/09/2012 at 17:15

1 Stig gegn City á Ethiad Stadium

by

Arsenal fór í heimsókn á Ethiad Stadium í dag og spilaði sinn 5 leik í Úrvalsdeildinni á þessu tímabili gegn störnuprýddu liði Manchester City og náði í 1 stig í 1-1 jafnteflisleik. Það var Laurent Koscielny sem skoraði mark Arsenal í sínum fyrsta leik fyir Arsenal á þessu tímabili.

Það var enginn Thomas Vermaelen í liði Arsenal í dag en hann hefur líklega náð sér í smá flensu. Koscielny leysti Vermaelen af í vörninni og spilaði mjög vel.

Arsenal spilaði vel í leiknum og sýndi liðið að það er að verða betra og betra og þá sérstaklega varnarlega því Manchester City átti töluvert af góðum færum en Arsenal átti líka töluvert af færum.

Mark Manchester City kom á 40 mínútu eftir hornspyrnu og var það Lescott sem skoraði, að mínu þvert gegn gangi leiksins því Arsenal var betra liðið í fyrri hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var meira jafn þó svo að Arsenal næði ekki að skora fyrr en á 82 mínútu.

Allt Arsenal liðið var mjög gott í leiknum og ekki hægt að segja annað en liðið sé að smella saman. 9 stig komin í hús og liggjum við í 5 sæti sem stendur.

Næsti leikur Arsenal er gegn Coventry í Capital One (fyrrverandi Carling) bikarnum á Miðvikudaginn.

MAÐUR LEIKSINS: Per Mertesacker

BYRJUNARLIÐIÐ:
Vito Mannone
Carl Jenkinson
Per Mertesacker
Laurent Koscielny
Kieran Gibbs
Mikel Arteta (c)
Abou Diaby(71)
Aaron Ramsey
Santi Cazorla
Lukas Podolski(71)
Gervinho(90)

BEKKURINN:
Damian Martinez
Johan Djourou
Andre Santos
Francis Coquelin(90)
Alex Oxlade-Chamberlain
Theo Walcott(71)
Olivier Giroud(71)


Man city 1 1 Arsenal hoofoot.com highlights &… by hoofoot

 

Comments

comments