
Kæra kæra Arsenal fólk
Núna höfum við opnað fyrir skráningu í Arsenalklúbbinn fyrir tímabilið 2025/2026.
Ekki verður sendur gíróseðill heldur þarf að fara á þennan
link hér, https://www.abler.io/shop/arsenalklubburinn og þar er hægt að skrá sig. Þá hefur fólk val um að láta senda sér greiðsluseðil eða borga með korti.
Auðvitað er svo hægt að vera í bandi við okkur ef þið þurfið aðstoð með skráningu.
Varðandi fjölskylduafslátinn þá er hann ennþá til staðar, en það þarf að færa hann handvirkt inn og því biðjum við fólk um að senda á okkur á arsenalklubburinn@gmail.com til að fá aðstoð hvað það varðar.
Afslátturinn virkar þannig að fyrstu tveir borga fult gjald, þriðji borgar hálft og næstu á eftir fá frítt. Við viljum hins vegar ítreka það að þetta gildir um forráðamann, maka og born undir 18 ára aldri.
Ekki er hægt að nýta afslátinn vegna uppkominna barna.
