Vegna aðalfundar í lok maí

Eins og venja er þá verður aðalfundur Arsenalklúbbsins í lok maí. Samkvæmt lögum klúbbsins þá skal tilkynna framboð og lagabreytingar fyrir 1. maí ár hvert. Breytingar urði á lögunum að þessu sinni og skal auglýsa tilskilinn frest með tveggja vikna fyrirvara. Þar sem í dag er 25. apríl og auglýsingin á sér stað þá er framboðsfrestur og tillögur að lagabreytingum færður til lok 8. maí 2025.

Almenna fyrirspurnir varðandi klúbbinn: arsenalklubburinn@gmail.com.
Fyrirspurnir vegna miðamála: arsenalmidar@gmail.com