Pages

Categories

Search

 

Meiðsli fyrir fyrsta leikinn, sama gamla sagan

Meiðsli fyrir fyrsta leikinn, sama gamla sagan

Kristján Geir
by
11/08/2011
Arsenal
2 Comments

Svo gæti farið að Arsenal muni spila sinn fyrsta leik í Úrvalsdeildinni á Laugardaginn án nokkura lykilmanna.

Samkvæmt fréttum sem ég hef lesið þá meiddist Van Persie á æfingu með Hollenska landsliðinu í gærdag. Aaron Ramsey meiddist á kálfa í leik með Wales í gærkvöldi. Arshavin var tekinn af leikvelli í leik hans með Rússnenska landsliðinu á 31 mínútu með einhver meiðsli. Walcott, Gibbs, Vermaelen og Wilshere hafa verið meiddir undanfarið og verður að teljast ólíklegt að þeir spili mikið. Og svo verða þeir Fabregas og Nasri væntanlega ekki lengur Arsenal leikmenn á Laugardaginn.

Ég tek það þó fram að það er þó ekki vitað um hversu alveg þessi meiðsli eru á þessari stundu og ekkert hefur verið staðfest.

Meiddir eru þá: VanPersie, Vermaelen, Ramsey, Walcott, Gibbs, Wilshere og Arshavin.

Það verður allavega gaman að sjá hvernig byrjunarliðið mun líta út.


2 Responses

 1. birgir

  11/08/2011, 12:33:46

  Arshavin fékk bara smá högg á höfuðið og verður með um helgina, Ramsey var með eymsli í kálfa og reiknar með að spila um helgina, walcott og verma eru 50/50 að spila um helgina, veit ekki með gibbs og wilshere verður líklega ekki með, þó ekki alvarlega meiddur er sagt. V. Persie er einnig sagður 50/50 á að spila.

 2. Kristján Geir

  kristjan

  11/08/2011, 13:17:13

  Já við skulum bara vona það besta. Við þurfum á því að halda.Færðu inn athugasemd